Keflvíkingar leggja inn kæru vegna olnbogaskots
Körfuknakkleiksdeild Keflavíkur hafa ákveðið að leggja inn kæru til KKÍ vegna olnbogaskots frá Fannari Helgasyni leikmanns Stjörnunnar í Val Orra Valssyni í leik liðanna í síðustu viku. Fram hafði komið að Keflvíkingar áætluðu að Stjörnumenn myndu afgreiða málið innan sinna raða. Fannar var sviptur fyrirliðabandinu og Stjörnumenn sögðust harma það sem þeir kölluðu óviljaverk. Það var Keflvíkingum ekki samboðið og því ákváðu þeir að kæra.
„Ég hefði viljað að KKÍ hefði hefði tekið á þessum málum en ekki vera að ota félögunum gegn hvort öðru,“ sagði. Birgir Bragason varaformaður KKD Keflavíkur í samtali við Víkurfréttir. „Þetta er bara prinsipp mál og það á ekki að skipta neinu máli hvort við séum dottnir út úr úrslitakeppninni eða ekki. Að sama skapi á ekki að skipta máli hvort þetta gerist í deildarleik eða úrslitum.“
„Flest lið eiga myndbandupptökur af leikjum sínum og margir leikir eru sýndir beint á netinu og því ætti KKÍ að geta skoðað slík atvik þegar þau koma upp,“ sagði Birgir að lokum.