Keflvíkingar lánlausir í Garðabæ
Keflvíkingar töpuðu 1-0 gegn Stjörnunni í Garðabæ í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Keflvíkingar léku ágætlega en ekki tókst þeim nógu vel að nýta færi sín í leiknum. Segja mætti að jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit en Keflvíkingar börðust vel í leiknum og hefðu með heppni getað nælt sér í stig.
Eftir tapið eru Keflvíkingar í níunda sæti deildarinnar með fjögur stig eftir sjö leiki. KR-ingar eru á toppnum með 19 stig.