Keflvíkingar lána Alexander til Þróttara
Meiðslin sett strik í reikninginn
Keflvíkingar hafa lánað Alexander Magnússon til granna sinna í Vogunum. Alexander hefur verið að glíma við þrálát meiðsli síðustu ár og lék t.d. aðeins fimm leiki með Keflvíkingum í Pepsi-deildinni í fótbolta í fyrra. Áður lék hann um árabil með Grindavík eftir að hann yfirgaf uppeldisfélagið Njarðvík. Vefsíðan 433.is greinir frá.
Alexander mun koma til með að styrkja Þróttara gríðarlega í 3. deild, enda reynslumikill og fjölhæfur leikmaður.