Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar lágu í Laugardalnum
Mánudagur 19. september 2011 kl. 21:37

Keflvíkingar lágu í Laugardalnum

Keflvíkinga urðu af mikilvægum stigum þegar þeir töpuðu 1-0 fyrir Fram á Laugardalsvelli í Pepsi-deild karla. Nú er því hlaupin mikil spenna í fallbaráttuna ekki síður en á toppnum.

Fram réð ferðinni í fyrri hálfleik og þeir náðu svo loks forystunni á 53. mínútu þegar Kristinn Halldórsson skoraði glæsilegt mark.

Keflvíkingar sóttu af krafti það sem eftir lifði leiks og svo virtist sem þeir hefðu átt að fá vítaspyrnu undir lokin þegar boltinn virtist fara í hönd varnarmanns Framara og svo átti Adam Larsson skalla í stöng í blálokin. En ekki tókst Suðurnesjamönnum að skora og því stigin Framara.

Keflvíkingar taka á móti KR nú á fimmtudaginn en bæði lið munu þar berjast til síðasta blóðdropa enda mikið í húfi í topp - og botnbaráttunni. Ef Keflvíkingar vinna þann leik þá eru þeir þó sennilega að mestu sloppnir við falldrauginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024