Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar lágu í Garðabæ
Fimmtudagur 15. janúar 2015 kl. 21:57

Keflvíkingar lágu í Garðabæ

Keflvíkingar töpuðu slagnum um þriðja sætið í Domino's deild karla, þegar þeir sóttu Stjörnuna heim í kvöld. Stjörnumenn voru betri aðilinn í upphafi leiks en Keflvíkingar náðu að rétta úr kútnum áður en gengið var til búningsklefa í hálfleik. Þá var staðan 46-42 fyrir heimamenn í Stjörnunni. Þeir bláklæddu juku svo muninn í 11 stig þegar þriðja leikhluta lauk. Þrátt fyrir ágætis lokasprett Keflvíkinga þá náðu þeir ekki að innbyrða sigur, lokatölur 99-92 fyrir Stjörnuna. Davon Usher átti frábæran dag hjá Keflvíkingum en hann skoraði 39 stig. Þröstur Leó bætti svo við 20 stigum. Keflvíkingar eru nú í sjötta sæti deildarinnar með 14 stig líkt og fjögur önnur lið.

Stjarnan-Keflavík 99-92 (27-19, 19-23, 27-20, 26-30)
Keflavík: Davon Usher 39/7 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 20, Guðmundur Jónsson 7, Davíð Páll Hermannsson 6, Valur Orri Valsson 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnar Einarsson 5, Arnar Freyr Jónsson 5, Damon Johnson 2, Reggie Dupree 2, Jens Valgeir Óskarsson 0, Eysteinn Bjarni Ævarsson 0, Andrés Kristleifsson 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024