Keflvíkingar komu fram hefndum
Keflvíkingar hefndu fyrir ósigur gegn Grindvíkingum í bikakeppninni á dögunum, með flottum 73-66 sigri í Domino´s deild karla í kvöld. Leikurinn fór fram á heimavelli Keflvíkinga eins og sá fyrri en að þessu sinni kláruðu Keflvíkingar leikinn með stæl.
Þeir hófu reyndar leikinn ansi vel líka og leiddu með 9 stigum eftir fyrsta leikhluta. Grindvíkingar voru ekki af baki dottnir og leikurinn varð spennandi allt fram að fjórða leikhluta. Keflvíkingar tóku þá öll völd á vellinum og unnu nokkuð öruggan sigur.
Michael Craion var að venju í ham hjá Keflvíkingum en hann skilaði 25 stigum og 19 fráköstum eins og sannur atvinnumaður. Eftir leikinn eru Keflvíkingar í öðru sæti deildarinnar með fjögurra stiga forskot á Grindvíkinga.
Gangur leiks: Keflavík-Grindavík 77-63 (21-12, 21-23, 14-18, 21-10)
Keflavík: Michael Craion 25/19 fráköst, Darrel Keith Lewis 18/11 fráköst, Valur Orri Valsson 11/5 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 9, Guðmundur Jónsson 7/6 fráköst, Gunnar Ólafsson 5, Arnar Freyr Jónsson 2/7 stoðsendingar, Ólafur Geir Jónsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Andri Daníelsson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0.
Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 16/5 fráköst/8 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 16/8 fráköst/4 varin skot, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/12 fráköst/4 varin skot, Jóhann Árni Ólafsson 7/5 fráköst/5 stoðsendingar, Jens Valgeir Óskarsson 6, Jón Axel Guðmundsson 3, Hilmir Kristjánsson 3, Ómar Örn Sævarsson 2,