Keflvíkingar komu, sáu og sigruðu á Spáni
Keflvíkingar komu sáu og sigruðu á körfuboltamóti á Lloret De Mar á Spáni í 10.- og 11. flokki karla. Keflavík átti ekki í erfiðleikum með sína leiki og voru félagi sínu til sóma. Strákarnir spiluðu þrjá leiki í riðlakeppninni og unnu þá með allt frá tólf til 60 stigum. Lið frá Tyrklandi, Spáni, Ítalíu og Íslandi léku á mótinu.
Undanúrslitaleikurinn var leikur við íslenska liðið Ármann, en hann unnu Keflvíkingarnir örugglega og tryggðu sér því sæti í úrslitaleiknum
Þeir öttu kappi við tyrkneskt lið í úrslitum og höfðu þar öruggan 25 stiga sigur. Á milli leikja voru strákarnir að sóla sig á sundlaugarbakkanum eða á ströndinni. Þeir fóru einnig í vatnsleikjagarð og heimsóttu stærsta leikvang í Evrópu, sjálfan Nou Camp sem er heimavöllur knattspyrnuliðsins Barcelona. Þess má geta að Njarðvíkingar léku í sama móti í fyrra og enduðu í 3. sæti.
Ströndin var vinsæl á meðal leikmanna.
Arnór Ingi og Andri Már baða sig í sólinni.
Marvin, Brynjar og Reynir umkringdir kvennmönnum.
Strákarnir gera sig tilbúna til þess að skoða Nou Camp.
Liðið fyrir utan leikvanginn fræga.