Keflvíkingar komnir í vænlega stöðu
Keflvíkingar eru komnir í vænlega stöðu í einvíginu gegn Grindavík í úrslitum Intersport-deildarinnar í körfuknattleik, leiða 2-0 og þurfa því einungis einn sigur til viðbótar til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Keflavík sigraði Grindavík í kvöld, 113:102, en heimamenn leiddu allan leikinn. Damon Johnson og Edmund Saunders fóru hamförum í liði Keflavíkur, Damon skoraði 39 stig og Edmund 35. Í liði gestanna var Darrell Lewis frábær en hann setti niður 42 stig.Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og skiptust liðin á körfum. Það tók Keflavík þó ekki langan tíma að ná yfirhöndinni og voru þeir með 12 stiga forskot í hálfleik, 60:48. Í síðari hálfleik byrjuðu liðin af krafti en svo virtist sem heimamenn væru bara of sterkir fyrir Grindvíkinga og juku forskot sitt jafnt og þétt og náðu mest 20 stiga forskoti. Gestirnir náðu eitthvað að klóra í bakkann í lokin en það var bara of seint og annar sigur Keflavíkur raunin.
Næsti leikur fer fram á fimmtudaginn í Grindavík og er hann kl. 19:15!
Næsti leikur fer fram á fimmtudaginn í Grindavík og er hann kl. 19:15!