Keflvíkingar komnir í væna stöðu
Keflvíkingar eru komnir í væna stöðu í einvíginu gegn Njarðvík eftir leik kvöldsins í ljónagryfjunni og leiða 2-0. Keflvíkingar sigruðu 101:97 en leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Staðan í hálfleik var 46:48 gestunum í hag.Njarðvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og þar fór Halldór Karlsson fremstur í flokki en hann skoraði 9 af fyrstu 11 stigum liðsins. Eftir það jafnaðist leikurinn en bæði lið voru ákveðin í að gefa ekkert eftir. Stóru mennirnir í Njarðvík voru duglegir að skora inn í teig, eitthvað sem vantaði í síðasta leik.
Í seinni hálfleik hélt spennan áfram en gestirnir voru þó með smá undirtök mestan tímann. Halldór Karlsson fór snemma útaf með 5 villur í liði heimamanna og bæði Teitur Örlygsson og Friðrik Stefánsson lentu í villuvandræðum. Við það fór örlítið bit úr leik Njarðvíkinga og Keflvíkingar nýttu sér það. Þeir náðu ágætu forskoti þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka og náðu að tolla út leikinn á því. Það var ekki síst Damon Johnson að þakka en hann var mjög drjúgur í lokin og skoraði mikilvægar körfur.
Staðan í einvíginu er eins og áður sagði 2-0 fyrir Keflavík en þrjá sigra þarf til að komast í úrslitaleikinn.
Í seinni hálfleik hélt spennan áfram en gestirnir voru þó með smá undirtök mestan tímann. Halldór Karlsson fór snemma útaf með 5 villur í liði heimamanna og bæði Teitur Örlygsson og Friðrik Stefánsson lentu í villuvandræðum. Við það fór örlítið bit úr leik Njarðvíkinga og Keflvíkingar nýttu sér það. Þeir náðu ágætu forskoti þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka og náðu að tolla út leikinn á því. Það var ekki síst Damon Johnson að þakka en hann var mjög drjúgur í lokin og skoraði mikilvægar körfur.
Staðan í einvíginu er eins og áður sagði 2-0 fyrir Keflavík en þrjá sigra þarf til að komast í úrslitaleikinn.