Keflvíkingar komnir í 4-liða úrslit
Keflvíkingar sigruðu Fylki, 3-1, í 8-liða úrslitum deildarbikarsins í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram á Iðavöllum. Hörður Sveinsson kom Keflvíkingum yfir í fyrri hálfleik með skalla en Fylkismenn jöfnuðu metin stuttu síðar úr vítaspyrnu. Í síðari hálfleik léku Keflvíkingar á móti vindi og skoruðu þeir Hólmar Örn Rúnarsson og Hafsteinn Rúnarsson mörk heimamanna og tryggðu Keflvíkingum sigurinn. Keflvíkingar mæta því annaðhvort Fram eða Grindavík í undanúrslitum en liðin eigast við í Grindavík í kvöld. Aðstæður til knattspyrnu voru kannski ekki þær bestu en mikill kuldi var í dag ásamt því að vindurinn blés hressilega. Völlurinn var þó fagur grænn og ekki yfir honum að kvarta.
Mynd: Fyrrum félagar! Haraldur Guðmundsson leikmaður Keflavíkur spyrnir hér boltanum fram áður en Haukur Ingi Guðnason, leikmaður Fylkis og fyrrum leikmaður Keflavíkur, nær til hans. VF-mynd: SævarS
Mynd: Fyrrum félagar! Haraldur Guðmundsson leikmaður Keflavíkur spyrnir hér boltanum fram áður en Haukur Ingi Guðnason, leikmaður Fylkis og fyrrum leikmaður Keflavíkur, nær til hans. VF-mynd: SævarS