Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflvíkingar komnir í 16 liða úrslit
Mánudagur 9. nóvember 2009 kl. 09:23

Keflvíkingar komnir í 16 liða úrslit


Keflvíkingar fóru nokkuð létt með bikarmeistara Stjörnunnar þegar liðin mættust í gærkvöldi Subway bikarkeppni karla í körfuknattleik. Úrslit leiksins, sem fram fór í Ásgarði, urðu 97-76 og eru Keflvíkingar þar með komnir í 16 liða úrslit keppninnar.

Strax í upphafi leiks tóku Keflvíkingar af skarið og fóru mikinn. Eftir fyrsta leikhluta var staðann 30-14 fyrir Keflavík og ljóst að Stjarnan átti á brattann að sækja. Keflvíkingar spiluðu svæðisvörn sem gafst vel enda skotnýting gestgjafanna ekki upp á marga fiska.

Staðan í hálfleik var 45-33 fyrir Keflavík.

Seinni hálfleikurinn var á svipuðum nótum, Stjörnumenn reyndu að klóra í bakkann en Keflvíkingar voru vel stemmdir og einbeittir og leiddu 71-55 í lok þriðja leikhluta.  Sama var upp á teningnum í fjórða leikhluta þar sem Stjarnan átti enga möguleika.

Gunnar Einarsson var í miklum ham og skoraði 27 stig fyrir Keflavík. Rashon Clark og Sigurður Gunnar Þorsteinsson voru einnig öflugir og skoruðu 19 stig . Sigurður var einnig sterkur í fráköstunum og hirti 10 slík.
---


VFmynd/Gunnar Einarsson skoraði 27 stig fyrir Keflavík gegn Stjörnunni í gær

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024