Keflvíkingar komnir á topp Inkasso-deildarinnar
-Unnu góða sigur Selfyssingum á útivelli
Keflvíkingar eru komnir á topp Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu eftir sigur á Selfossi í kvöld. Keflvíkingar skoruðu tvö mörk áður en heimamenn minnkuðu muninn en komust þó ekki lengra en að skora eitt mark.
Markamaskínan Jeppe Hansen kom bítlabæjarliðinu yfir á 3. mín. og fljótlega í síðari hálfleik bætti Marc McAusland við góðu marki. Selfoss skoraði mark en það dugði ekki til og Keflavík landaði sanngjörnum sigri.
Fylkismenn töpuðu gegn HK og duttu úr efsta sæti deildarinnar sem Keflavík situr nú í. Þróttarar úr Reykjavík unnu Gróttu og eru stigi á eftir Keflavík eins og Fylkir. Það er því útlit fyrir æsispennandi baráttu þessara þriggja liða í seinni umferð deildarinnar.