Keflvíkingar koma heim með bikarinn - sigruðu Tindastól í Höllinni
97-95 eru lokatölur í Höllinni og Keflvíkingar eru bikarmeistarar í körfubolta árið 2012 í karlaflokki. Það var boðið upp á skemmtun í hæsta gæðaflokki í Höllinni í dag og leikurinn réðst á síðustu andartökum eins og fyrri leikurinn í dag. Maður leiksins að þessu sinni var Charles Parker með 32 stig og 13 fráköst.
Bein textalýsing:
Keflavík-Tindastóll 97-95 (29-18, 23-23, 24-25, 21-29)
Keflavík: Charles Michael Parker 32/13 fráköst, Jarryd Cole 19/8 fráköst/4 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 17/8 stoðsendingar, Kristoffer Douse 10/5 fráköst, Valur Orri Valsson 9, Halldór Örn Halldórsson 6, Almar Stefán Guðbrandsson 4, Hafliði Már Brynjarsson 0, Ragnar Gerald Albertsson 0, Gunnar H. Stefánsson 0, Arnar Freyr Jónsson 0, Andri Daníelsson 0.
Tindastóll: Maurice Miller 22/4 fráköst/8 stoðsendingar, Curtis Allen 18/5 fráköst, Svavar Atli Birgisson 14/9 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 10, Friðrik Hreinsson 10, Þröstur Leó Jóhannsson 9, Helgi Rafn Viggósson 8, Igor Tratnik 4/6 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 0, Loftur Páll Eiríksson 0, Rúnar Sveinsson 0, Pálmi Geir Jónsson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Einar Þór Skarphéðinsson
Curtis Allen stelur boltanum og minnkar muninn í 5 stig með troðslu. Stólarnir misnota tvö gullin tækifæri til þess að komast nær Keflvíkingum og þegar að aðeins 19 sekúndur ery eftir þá eru staðan 95-90 fyrir Keflavík.
Alltaf koma þeir aftur hjá Stólunum og þegar að 2 mínútur eru eftir þá er munurinn 7 stig. 3:50 eftir og Keflvíkingar leiða með 10 stigum. Parker hefur verið að spila eins og foli ef lesendur hafa ekki áttað sig á því enn. Hann er með 32 stig og 11 fráköst.
Paker er allt í öllu hjá Keflvíkingum þessa stundina og kemur þeim í 89-78 með þriggja stiga körfu. Charles Parker er seigur hjá Keflvíkingum en Tindastólsmenn eru að raða niður þristum. Valur Orri tekur svo annan þrist og Keflvíkingar leiða 86-78.
Stólanir eru orðnir brjálaðir í stúkunni og það skilar sér á vellinum líka. Valur Orri þaggar þó niður í þeim með góðum þrist og stðan er 80-72 þegar að 8 mínútur eru eftir.
Þegar að aðeins síðasti leikhlutinn er eftir eru Keflvíkingar yfir með 10 stigum en bæði lið settu niður stórar þriggja stiga körfur í lok leikhlutans. Keflvíkingar virðast vera að ná yfirhöndinni þessa stundina en þeir verða að láta kné fylgja kviði ef þeir ætla að landa sigri því Stólarnir ætla greinilega að selja sig dýrt. Rúmar 3 mínútur til loka 3. leikhluta.
Munurinn er stöðugt á bilinu 6-10 stig og Keflvíkingar ná ekki að hrista Tindastólsmenn af sér.
Stólarnir koma brjálaðir til leiks í síðari hálfleik og minnka muninn í 6 stig mjög fljótlega. Þegar að að 3 mínútur eru liðnar þá er staðan 58-50 fyrir Keflvíkinga. Þegar að fyrri hálfleik er lokið eru Keflvíkingar sterkari aðilinn og leiða 52-41. Charles Parker hefur verið að spila eins og engill og er kominn með 15 stig. Magnús Gunnarsson setti svo niður eitt langskot sem var ekki langt frá miðju vallarins rétt áður en haldið var til búningsherbergja en hann er með 11 stig. Áhorfendur frá Keflvaík syngja og tralla enda ánægðir með stöðu mála.
Magnús Gunnarssson með opna þriggja stiga eftir að að hann gabbaði varnarmann Tindastóls upp úr skónum. Tindastólsmenn stela boltanum í tvígang og sýna að þeir eru ekki dauðir úr öllum æðum. Menn flygja sér á eftir öllum boltum og það kunna áhorfendur að meta.
Rúmar 5 mínútur til hálfleiks og Keflvíkingar eru skrefinu á undan. Leikurinnhefur boðið upp á tilþrif og þá sérstaklega hjá Keflvíkingum. Pumasveitin sáluga hefur risið upp eins og frelsarinn sjálfur og heldur hún uppi takti fyrir troðfulla Höllina. Þröstur Leó kveikir í Tindastólsmönnum og fer síðan beint og klessir hann hjá nokkrum Keflvíkingum í stúkunni. Gaman að þessu. Svakaleg tilþrif þegar að Jarryd Cole blokkar Svavar Birgisson upp í stúku. Dóri downtown kemur svo með eina bombu fyrir utan þriggja stiga og Keflvíkingar leiða 34-23.
Charlie Parker er heitur í upphafi leiks og er kominn með 11 stig. Keflvíkingar komast í 27-15 með körfu frá Almari Guðbrandssyni og svo er brotið á Jarryd Cole þegar að hálf mínúta er eftir af 1. leikhluta. Hann eykur muninn og Keflvíkngar eru að koma sér í þæginlega stöðu.
Keflvíkingar byrja af krafti og Valur Orri á skemmtilegt gegnumbrot og kemur þeim í 22-13. Þá taka Stólarnir leikhlé en tæðlega 3 mínútur eru eftir af 1. leikhluta.
Kris Douse kemur Keflvíkingum í 16-11 og Keflvíkingar eru að leika svæðisvörn í byrjun leiks
Keflvíkingar komast í 8-3 og allt ætlar um koll að keyra þegar að Charles Parker treður boltanum í hraðaupphlaupi
Nú fer úrslitaleikur karla í Powerade-bikarnum í körfubolta að hefjast og áhorfendur streyma inn í Höllina. Nú þegar eru lætin orðin svakaleg og stuðningssveitir liðanna láta vel í sér heyra. Lætin eru ótrúleg hjá stuðningsmönnum Tindastóls þegar að Auðunn Blöndal tekur kynningu í anda Will Farrell, nema það að hún snýst meira um öskur en húmor. Auðunn nær samt að koma blóðinu af stað hjá norðanmönnum og allt virðist stefna í magnaðan leik.
Arnar Freyr Jónsson er óvænt í búning en hann hefur verið að glíma við mikil meiðsli. Byrjunarliðið er eftirfarandi: Magnús Gunnarsson, Charles Parker, Jarryd Cole, Valur Orri Valsson og Kris Douse.
Auðunn Blöndal var með öskur og læti