Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflvíkingar klikkuðu í blálokin og töpuðu fyrir KR
Mindaugas Kacinas skoraði 25 stig og tók 11 fráköst. VF-myndir/pállorri.
Föstudagur 22. mars 2019 kl. 22:16

Keflvíkingar klikkuðu í blálokin og töpuðu fyrir KR

Keflvíkingar máttu þola eins stigs tap gegn KR í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino’s deildarinnar í körfubolta karla en leikurinn fór fram í Blue höllinni í Keflavík. Lokatölur urðu 76-77 og skoraði Jón Arnór Stefánsson sigurkörfu KR, þrist, 20 sekúndum fyrir leikslok. Keflavíkingar fóru illa að ráði sínu í lokasókninni og náðu ekki skoti á körfu.

Vesturbæingar byrjuðu með látum og leiddu með 17 stigum eftir fyrsta leikhluta 12-29. Heimamenn vöknuðu til lífsins og unnu næsta leikhluta með tíu stigum og voru síðan mun betri aðilinn í seinni hálfleik. Spennan var svakaleg á lokamínútunum. Keflvíkingar komust yfir 76-74 þegar hálf mínúta var eftir en Jón Arnór mætti þá með þristinn í andlitið á heimamönnum en hann hafði ekki veriðatkvæðamikill í leiknum, aðeins skorað eina körfu. Síðasta sóknin fór svo út um þúfur hjá Keflvíkingum og þeir þurftu því að lúta í gras og tapa fyrsta leiknum.

Mindaugas Kacinas var atkvæðamestur í stigaskorun Keflvíkinga með 25 stig og 11 fráköst og Hörður Axel skoraði 21 og tók 9 fráköst og var mjög góður. Keflvíkingar réðu illa við Julian Boyd semskoraði 33 stig og tók11 fráköst.
Liðin mætast að nýju í Vesturbænum á mánudag.
 

Keflavík-KR 76-77 (12-29, 27-17, 17-17, 20-14)

Keflavík: Mindaugas Kacinas 25/11 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 21/9 fráköst/5 stoðsendingar, Michael Craion 17/16 fráköst/9 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 7, Ágúst Orrason 3, Reggie Dupree 3, Elvar Snær Guðjónsson 0, Magnús Már Traustason 0, Sigurður Hólm Brynjarsson 0, Guðmundur Jónsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0, Magnús Þór Gunnarsson 0.

KR: Julian Boyd 33/11 fráköst, Kristófer Acox 18/7 fráköst, Michele Christopher Di Nunno 11/4 fráköst/6 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 9, Jón Arnór Stefánsson 6, Orri Hilmarsson 0, Emil Barja 0, Björn Kristjánsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Pavel Ermolinskij 0/5 fráköst/7 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 0/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson
Áhorfendur: 547
Viðureign: 0-1

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024