Keflvíkingar klárir í slaginn
NM í Finnlandi hefst á morgun
Norðurlandamótið í taekwondo hefst á morgun í Finnlandi. Stór hópur Íslendinga fer á mótið og þar af eru 11 keppendur frá Keflavík. Þetta er stærsti hópur Keflvíkinga sem haldið hefur á erlent mót, en keppendur úr Keflavík hafa gert það gott bæði hér heima og erlendis á þessu tímabili. Keflvíkingarnir hafa æft vel fyrir mótið og stefna á góðan árangur. Hér að neðan fáum við að kynnast keppendunum aðeins betur en síðustu daga hafa Keflvíkingar verið kynntir til leiks.
Kristmundur Gíslason
Aldur
17 ára.
Flokkur á NM
Keppir í -87kg í bardaga
Árangur í taekwondo
5.-8. sæti á HM junior 2012. 1. sæti í junior á Scottish Open 2012. 3.sæti á RIG 2012. 3. sæti í senior á Scottish Open 2012. Valinn taekwondomaður ársins 2012. 3.sæti á Millennium Open 2013. Þjálfar yngri hópa í Keflavík. Taekwondo maður ársins ÍSÍ 2012.
Hvað hefurður æft taekwondo lengi?
Sjö eða átta ár held ég.
Markmið í taekwondo?
Vinna fleiri mót.
Uppáhaldsmatur?
Nautasteik.
Hvað finnst þér skemmtilegast við taekwondo?
Að æfa bardaga og keppa.
Svanur Þór Mikaelsson
Aldur
13 ára.
Flokkur á NM
Keppi í tækni 12-14 ára og bardaga -49kg.
Árangur í taekwondo?
Fern gull á Reykjavík International Games, karlkyns keppandi mótsins.
Þrisvar Íslandsmeistari. Nemandi ársins taekwondo deild keflavikur 2011 og fjöldi annarra viðurkenninga.
Hvað hefurður æft taekwondo lengi?
6 ár.
Markmið í taekwondo?
Komast eins langt og ég get í íþróttinni.
Uppáhaldsmatur?
Kjúklingarétturinn hennar mömmu.
Hvað finnst þér skemmtilegast við taekwondo?
Útrásin sem maður fær, fjölbreyttar og góðar æfingar og góður félagsskapur
Ægir Már Baldvinsson
Aldur
14 ára.
Flokkur á NM
Keppi í tækni 12-14 ára og -57kg flokk í bardaga.
Árangur í taekwondo
Fimm Íslandsmeistaratitlar. Fimm gull á Bikarmótaröð 2011, 1 brons. Bikarmótaröð 2012 - fjögur gull, tvö silfur. Bikarmótaröð 2013 - fjögur gull, tvö silfur. Reykjavík International Games tvö gull, eitt brons
Landsmót UMFÍ eitt gull og eitt silfur. Fjöldi annarra verðlauna og viðurkenninga fyrir stigahæsta keppanda mótsins fjórum sinnum. Nemandi ársins tvisvar í sínum hóp.
Markmið í taekwondo?
Komast á Ólympíuleikana að keppa.
Uppáhaldsmatur?
Kjúklingur.
Hvað finnst þér skemmtilegast við taekwondo?
Æfingarnar, félagsskapurinn og að ná árangri. Ætla mér líka að ná langt í judo og brazilian jiu jitsu.