Keflvíkingar kafsigldu KR
Keflvíkingar unnu KR örugglega í Lengjubikar kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 85-48 fyrir Suðurnesjakonur. Keflvíkingar voru sérstaklega sterkir í síðari hálfleik en þá skoruðu KR-ingar einungis 12 stig gegn 41 frá Keflvíkingum. Þar af skoruðu þær röndóttu aðeins tvö stig í síðasta leikhluta. Hjá Keflvíkingum var Sara Rún með flotta tvennu, 22 stig og 14 fráköst, en Sara hefur verið að leika frábærlega það sem af er tímabili. Á fimmtudag hefjast undanúrslit keppninar en þar mæta Keflvíkingar Haukum.
Tölfræðin:
Keflavík-KR 85-48 (28-19, 16-17, 21-10, 20-2)
Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 22/14 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 15/5 fráköst, Elfa Falsdottir 10, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 9, Lovísa Falsdóttir 8/5 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 5/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 4, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 3, Svanhvít Ósk Snorradóttir 2, Ingunn Embla Kristínardóttir 2/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 1.