Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar kaffærðir í Síkinu
Dominykas Milka var stigahæstur Keflvíkinga en flestir, ef ekki allir, leikmenn þurfa að gera betur. Myndir úr fyrri leik liðanna/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 9. apríl 2023 kl. 10:52

Keflvíkingar kaffærðir í Síkinu

Keflavík er komið í slæma stöðu í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfuknattleik eftir að hafa tapað leik númer tvö gegn Tindastóli í átta liða úrslitum. Keflavík tapaði fyrri leik liðanna eftir framlengingu þarf því að vinna næstu þrjá leiki til að komast áfram í undanúrslit.

Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik þrátt fyrir að Stólarnir hafi leitt leikinn lengst af. Skömmu fyrir lok annars leikhluta komust Keflvíkingar yfir og fóru með tveggja stiga forystu inn í seinni hálfleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þriðji leikhluti var sannkölluð martröð fyrir Keflavík sem tapaði honum með 23 stigum (37:14) og voru því 21 stigi á eftir heimamönnum þegar blásið var til síðasta leikhluta. Leikmenn Tindastóls fóru hamförum og slökktu á Keflvíkingum með grimmum varnarleik. Það var meira en Keflvíkingar þoldu og liðið brotnaði algerlega við mótlætið, sóknar- og varnarlega.

Það er ljóst að Keflvíkingar eru með komnir bakið upp að vegg og þurfa heldur betur að rífa sig upp fyrir þriðja leik liðanna, sýna klærnar og sanna hvað í þeim býr. Þá þurfa stuðningsmenn liðsins að standa við bakið á leikmönnum en stuðningsmenn Stólanna hafa verið talsvert háværari á pöllunum hingað til.

Tindastóll - Keflavík 107:81

(28:21, 15:24, 37:14, 27:22)

Keflavík: Dominykas Milka 17, David Okeke 11/7 fráköst, Igor Maric 11, Horður Axel Vilhjalmsson 11/7 stoðsendingar, Jaka Brodnik 10, Eric Ayala 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ingi Styrmisson 6, Magnús Pétursson 3, Halldór Garðar Hermannsson 2, Valur Orri Valsson 1, Nikola Orelj 0, Yngvi Freyr Óskarsson 0.