Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar kæra Terrel Taylor
Föstudagur 11. mars 2005 kl. 14:36

Keflvíkingar kæra Terrel Taylor

Keflvíkingar hafa ákveðið að kæra Terrel Taylor sem traðkaði á háls Jóns Hafsteinssonar í leik Keflvíkinga og Grindvíkinga í átta liða úrslitum í gær.

Stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Keflavíkur sagði að stjórn körfuknattleiksdeildarinnar hafi talið þetta vera það mikið fólskuverk að Keflvíkingar töldu sig vera skilduga að kæra. Keflvíkingar ákváðu að kæra atburðinn eftir að hafa skoðað þetta gaumgæfilega í sjónvarpi. Þeir telja að um hreint viljaverk hafi verið að ræða hjá Taylor. Keflvíkingar hafa farið með spólu af atvikinu til KKÍ og lagt fram formlega kæru. Svo á eftir að koma í ljós hvernig KKÍ tekur á málinu.

 

Mynd:/ Úr útsendingu Sýnar af atburðinum þar sem Terrel Taylor sést traðka á Jóni Hafsteinssyni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024