Keflvíkingar játuðu sig sigraða gegn Haukum
Leikur Keflavíkur og Hauka í Domino´s deild kvenna, sem fram fór fyrr í kvöld, endaði 88-101 fyrir Haukum. Keflvíkingar lentu strax undir eftir fyrsta leikhluta en þeim tókst að komast yfir áður en að seinni hálfleik kom, en þá var staðan var 51-49 fyrir Keflavík. Baráttan milli liða hélt áfram í seinni hálfleik en í fjórða leikhluta var lið Hauka sterkara og tókst að sigra að lokum.
Brittanny Dinkins heldur áfram að gera góða hluti með liði Keflavíkur en í leiknum í kvöld var hún með 39 stig, 7 fráköst og 15 stoðsendingar. Thelma Dís Ágústsdóttir stóð sig einnig frábærlega en hún var með 17 stig. Þá voru Þóranna Kika Hodge-Carr og Birna Valgerður Benónýsdóttir báðar með 11 stig.