Keflvíkingar Íslandsmeistarar!
Keflavík batt enda á frábært tímabil í kvöld með því að tryggja sér Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik.
Úrslitaeinvígi Keflavíkur og Njarðvíkur lauk með þremur sigrum Keflvíkinga í þremur leikjum og staðfesta úrslitin að Keflavík er langbesta liðið í körfuknattleik kvenna á Íslandi í dag en auk þess að verða Íslandsmeistarar urðu Keflvíkingar deildar- og bikarmeistarar.
Það er því sigurhátíð í Keflavík í kvöld.
Nánari umfjöllun og viðtöl eru í vinnslu og birtast á vf.is innan skamms.


 
	
				 
					


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				