Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 16. febrúar 2003 kl. 16:13

Keflvíkingar ÍAV-meistarar

Keflavík sigraði Njarðvík, 3-0, í úrslitaleik ÍAV-mótsins í knattspyrnu sem fram fór í Reykjaneshöllinni í dag. Keflvíkingar voru þó nokkuð sterkari aðilinn í leiknum og unnu verðskuldað. Magnús Þorsteinsson skoraði fyrra mark Keflvíkinga, Haraldur Guðmundsson skoraði það síðara beint úr aukaspyrnu með glæsilegu skoti í stöngina og inn og nýr leikmaður liðsins Einar Antonsson skoraði síðasta markið á síðustu mínútunni.Tveir leikmenn fengu reisupassann í leiknum, Friðrik Árnason markmaður Njarðvíkinga fyrir að verja boltann með höndum fyrir utan teig og Haraldur Guðmundsson fyrir ljóta tæklingu.

Mynd: Úr leik Keflvíkinga og Stjörnunnar í ÍAV-mótinu fyrr í vikunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024