Keflvíkingar í undanúrslitin eftir góðan sigur á Fylki
Keflvíkingar eru komnir í undanúrslit bikarkeppni KSÍ eftir frækinn útisigur á Fylki, 0-1. Þórarinn Kristjánsson skoraði eina mark leiksins, eins og sönnum bjargvætti sæmir, á 68. mínútu.
Leikurinn í kvöld byrjaði rólega og voru liðin ekki að koma sér í teljandi færi. Keflvíkingar virkuðu þó beittari og pressuðu vel á heimamenn.
Ekki bar mikið á tilþrifum en á 11. mínútu varði Magnús Þormar, sem stóð í markinu í fjarveru Ólafs Gottskálkssonar, aukaspyrnu Björgólfs Takefusa.
Þá átti Finnur Kolbeinsson lúmskt skot utan vítateigs þremur mínútum síðar sem smaug framhjá marki Keflavíkur.
Ekki dró til tíðinda fyrr en á 35. mínútu þegar Þórarinn prjónaði sig inn í teig Fylkismanna og lék á tvo varnarmenn. Markmaðurinn Bjarni Þórður Halldórsson varði skot hans vel og sló boltann aftur fyrir endalínu.
Sreten Djurovic fékk kjörið tækifæri til að koma Keflavík yfir þegar hann fékk boltann í teignum eftir hornspyrnu Guðmunds Steinarssonar, en skot hans fór rétt yfir markið af stuttu færi.
Ekki gerðist fleira markvert fram að hálfleik og má segja að fyrir utan færin hafi ekki farið mikið fyrir skemmtilegu spili hjá liðunum.
Í upphafi seinni hálfleiks fékk Sævar Þór Gíslason, framherji Fylkis, gullið marktækifæri á silfurfati þegar Djurovic klikkaði illilega á rangstöðutaktíkinni. Sævar komst einn inn fyrir vörnina en skaut framhjá markinu einn á móti Magnúsi markverði.
Miðjubarningurinn hélt áfram lengi vel og var farið að gæta pirrings í herbúðum beggja liða. Svo fór því á 58. mínútu að Björgólfur fékk reisupassann fyrir að hreyta ónotum í Egil Má Markússon, dómara. Athugasemdin sem tryggði Fylkismanninum rauða spjaldið var, samkvæmt frásögnum nærstaddra: „Ertu steik?“
Fylkismenn áttu eftir það eitt hættulegt skot að marki gestanna og var það á ferð Finnur Kolbeinsson sem lét vaða vel fyrir utan teig, en Magnús átti ekki í neinum vandræðum með að verja.
Rothöggið kom á 68. mínútu, eins og fyrr sagði eftir frábæra sókn Keflvíkinga. Scott Ramsey, sem hafði komið inná sem varamaður skömmu áður, óð upp miðjuna og sendi á Jónas Guðna Sævarsson sem komst upp að endamörkum og gaf góða fyrirgjöf frá vinstri inn á teiginn þar sem Þórarinn var réttur maður á réttum stað og skoraði auðveldlega í opið markið.
Lokakafli leiksins einkenndist af mikilli baráttu og hitnaði mönnum verulega í hamsi í verstu kviðunum. Staðan breyttist þó ekki og Keflvíkingar eru komnir í undanúrslit bikarkeppninnar. Liðin mætast strax aftur á sunnudaginn þegar Fylkismenn koma til Keflavíkur þar sem óhætt er að lofa allsvakalegri baráttu.
Milan Jankovic, þjálfari Keflvíkinga, var vígreifur í leikslok. „Við vorum að spila agaðan leik í fyrri hálfleik og komumst í tvö góð færi. Þegar við komumst einu marki yfir bökkuðum við of mikið, en hefðum getð bætt við mörkum ef við hefðum haldið áfram að sækja og spila okkar bolta. Þetta var ákveðið reynsluleysi hjá okkur. En við ætlum að halda áfram í næsta leik og sigra eins og í dag.“
Dregið verður í undanúrslitunum á morgun, en auk Keflvíkinga eru FH, HK og KA komin áfram.
VF-mynd/Þorgils Jónsson
Leikurinn í kvöld byrjaði rólega og voru liðin ekki að koma sér í teljandi færi. Keflvíkingar virkuðu þó beittari og pressuðu vel á heimamenn.
Ekki bar mikið á tilþrifum en á 11. mínútu varði Magnús Þormar, sem stóð í markinu í fjarveru Ólafs Gottskálkssonar, aukaspyrnu Björgólfs Takefusa.
Þá átti Finnur Kolbeinsson lúmskt skot utan vítateigs þremur mínútum síðar sem smaug framhjá marki Keflavíkur.
Ekki dró til tíðinda fyrr en á 35. mínútu þegar Þórarinn prjónaði sig inn í teig Fylkismanna og lék á tvo varnarmenn. Markmaðurinn Bjarni Þórður Halldórsson varði skot hans vel og sló boltann aftur fyrir endalínu.
Sreten Djurovic fékk kjörið tækifæri til að koma Keflavík yfir þegar hann fékk boltann í teignum eftir hornspyrnu Guðmunds Steinarssonar, en skot hans fór rétt yfir markið af stuttu færi.
Ekki gerðist fleira markvert fram að hálfleik og má segja að fyrir utan færin hafi ekki farið mikið fyrir skemmtilegu spili hjá liðunum.
Í upphafi seinni hálfleiks fékk Sævar Þór Gíslason, framherji Fylkis, gullið marktækifæri á silfurfati þegar Djurovic klikkaði illilega á rangstöðutaktíkinni. Sævar komst einn inn fyrir vörnina en skaut framhjá markinu einn á móti Magnúsi markverði.
Miðjubarningurinn hélt áfram lengi vel og var farið að gæta pirrings í herbúðum beggja liða. Svo fór því á 58. mínútu að Björgólfur fékk reisupassann fyrir að hreyta ónotum í Egil Má Markússon, dómara. Athugasemdin sem tryggði Fylkismanninum rauða spjaldið var, samkvæmt frásögnum nærstaddra: „Ertu steik?“
Fylkismenn áttu eftir það eitt hættulegt skot að marki gestanna og var það á ferð Finnur Kolbeinsson sem lét vaða vel fyrir utan teig, en Magnús átti ekki í neinum vandræðum með að verja.
Rothöggið kom á 68. mínútu, eins og fyrr sagði eftir frábæra sókn Keflvíkinga. Scott Ramsey, sem hafði komið inná sem varamaður skömmu áður, óð upp miðjuna og sendi á Jónas Guðna Sævarsson sem komst upp að endamörkum og gaf góða fyrirgjöf frá vinstri inn á teiginn þar sem Þórarinn var réttur maður á réttum stað og skoraði auðveldlega í opið markið.
Lokakafli leiksins einkenndist af mikilli baráttu og hitnaði mönnum verulega í hamsi í verstu kviðunum. Staðan breyttist þó ekki og Keflvíkingar eru komnir í undanúrslit bikarkeppninnar. Liðin mætast strax aftur á sunnudaginn þegar Fylkismenn koma til Keflavíkur þar sem óhætt er að lofa allsvakalegri baráttu.
Milan Jankovic, þjálfari Keflvíkinga, var vígreifur í leikslok. „Við vorum að spila agaðan leik í fyrri hálfleik og komumst í tvö góð færi. Þegar við komumst einu marki yfir bökkuðum við of mikið, en hefðum getð bætt við mörkum ef við hefðum haldið áfram að sækja og spila okkar bolta. Þetta var ákveðið reynsluleysi hjá okkur. En við ætlum að halda áfram í næsta leik og sigra eins og í dag.“
Dregið verður í undanúrslitunum á morgun, en auk Keflvíkinga eru FH, HK og KA komin áfram.
VF-mynd/Þorgils Jónsson