Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Íþróttir

Keflvíkingar í undanúrslit eftir öruggan sigur
Markaskorararnir Kristrún Ýr, Anita Lind og Sveindís Jane.
Fimmtudagur 28. apríl 2016 kl. 09:18

Keflvíkingar í undanúrslit eftir öruggan sigur

Keflavíkurkonur eru komnar í undanúrslit Lengjubikarsins í fótboltanum eftir að þær unnu 3-0 sigur á ÍR. Um markaskorun hjá Keflavík sáu þær Sveindís Jane Jónsdóttir, Kristrún Ýr Holm og Anita Lind Daníelsdóttir, en öll mörkin komu í seinni hálfleik

Með sigrinum tryggðu Keflavíkurstúlkur sér sigur í riðlinum og mæta HK/Víking í undanúrslitum á laugardaginn kl. 16:30 í Reykjaneshöll. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Völsungur og Haukar í Boganum á Akureyri.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

 

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25