Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflvíkingar í U-21 landsliði Íslands
Mánudagur 9. ágúst 2004 kl. 17:21

Keflvíkingar í U-21 landsliði Íslands

Keflvíkingarnir Jónas Guðni Sævarsson og Hörður Sveinsson hafa verið valdir til að spila með U-21 landsliði Íslands gegn Eistlandi þann 18. ágúst.

Jónas og Hörður, sem eru báðir 21 árs, hafa ekki leikið með U-21 árs liðinu áður en hafa leikið með yngri landsliðunum. Jónas hefur leikið 4 leiki með U-17 og 9 með U-19 ára liðinu. Hörður hefur leikið 3 leiki með U-19 liðinu.

Leikmennirnir hafa staðið sig vel með sínu liði í Landsbankadeildinni í sumar, sérstaklega Jónas sem er að öðrum ólöstuðum einn besti maður liðsins.
Mynd: Hörður á fleygiferð í leik í sumar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024