Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar í öðru sæti í taekwondo-tækni
Mynd: Tryggvi Rúnarsson.
Miðvikudagur 18. október 2017 kl. 11:03

Keflvíkingar í öðru sæti í taekwondo-tækni

- Helgi Rafn með sinn 15. Íslandsmeistaratitil

Lið Keflavíkur varð í öðru sæti í Íslandsmótinu í taekwondo-tækni sem fram fór í Laugardalnum um helgina. Í tækni þurfa keppendur að sýna fyrirfram ákveðna röð bardagahreyfinga t.d. högg, spörk, stöður og varnir. Dómarar meta síðan tæknina út frá krafti, liðleika, hraða og takti.

Keflvíkingar fengu samtals átta gullverðlaun, fjögur silfur og fimm brons. Vésteinn Guðmundsson náði í þrenn gullverðlaun, Sunneva Eldbjörg Sigtryggsdóttir í tvenn gullverðlaun og eitt silfur. Helgi Rafn Guðmundsson varð Íslandsmeistari í 15. sinn í taekwondo en hann varð fyrst Íslandsmeistari árið 2002.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024