Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Fimmtudagur 4. júlí 2002 kl. 13:40

Keflvíkingar í lengstu vítaspyrnukeppnum frá upphafi

Vítspyrnukeppnin sem háð var í leik Keflavíkur og ungmennaliðs ÍA í gær var sú lengsta í sögu bikarkeppninnar á Íslandi. Alls voru tekin 26 víti, 13 á hvert lið, sem er átta vítum meira en í næstlengstu keppninni en þess má geta að Keflvíkingar tóku einnig þátt í þeirri keppni. Í venjulegri vítakeppni eru tíu víti, þ.e.a.s. fimm hjá hvoru liði og ef úrslit ráðast ekki í henni verður bráðabani. Það kom því í hlut allra sem voru inni á leikvellinum að spyrna frá vítapunktinum og tveir af þeim þurftu að taka tvö víti sem þýðir að vítakeppnin fór í hring.

Fyrra metið var einnig í Keflavík þar sem heimamenn og FH áttust við í 8-liða úrslitum árið 2000 en þá voru 18 víti tekin.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25