Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar í körfuboltabúðum í Tyrklandi
Keflvíkingarnir Birna Valgerður Benonýsdóttir og Arnór Sveinsson.
Miðvikudagur 13. ágúst 2014 kl. 16:01

Keflvíkingar í körfuboltabúðum í Tyrklandi

Þau Birna Valgerður Benonýsdóttir og Arnór Sveinsson eru stödd í Istanbúl í Tyrklandi þessa dagana en þau  taka þar þátt í körfuboltabúðunum Camp Pass It On í boði tyrknenska körfuboltasambandsins. Birna og Arnór æfa bæði körfubolta með Keflavík.

Um er að ræða veglegar körfuboltabúðir þar sem tveimur leikmönnum, 14 ára strák og stelpu, ásamt efnilegum þjálfara, er boðið að taka þátt allstaðar að úr heiminum. Á hverjum degi eru körfuboltaæfingar, hópavinna og fræðsla fyrir leikmenn ásamt því sem þjálfarar fara í fyrirlestra og fræðslu og stýra svo æfingum hjá hópi leikmanna. Auk þess eru ýmsar uppákomur og skoðunarferðir í frítíma fyrir alla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024