Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar í fjórða sæti eftir sigur á ÍR
Jeppe Hansen var á skotskónum í leiknum
Mánudagur 19. júní 2017 kl. 10:36

Keflvíkingar í fjórða sæti eftir sigur á ÍR

Keflvíkingar sigruðu ÍR-inga 3:1 á Hertzvellinum á föstudaginn í Inkasso deildinni. Það voru Keflvíkingar sem voru sterkari aðilinn í þessu leik og náðu þeir forystunni á 25. mínútu með marki frá Hólmari Erni. ÍR-ingar náðu þó að jafna fyrir leikhlé og var það Andri Jónasson sem að skoraði markið. 1-1 í leikhlé.

Í seinni hálfleiknum voru það Keflvíkingar sem að sköpuðu sér meira af færum og skilaði það sér á 63. mínútu þegar Franz Elvarsson skoraði annað mark Keflvíkinga og kom þeim yfir á nýjan leik.  Jeppe Hansen skoraði þriðja markið á 80. mínútu og það reyndist lokamark leiksins og stigin þrjú fóru því til Keflavíkur.  Lokastaðan því 3:1 fyrir Keflavík. Keflavík er í fjórða sæti með 12 stig, fjórum stigum á eftir Fylki og Þrótti og einu stig eftir Selfoss sem er í þriða sæti. Næsti leikur Keflvíkinga er á móti Þór Akrueyri í Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Mynd: Fotbolti.net, Hafliði Breiðfjörð