Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar í fallbaráttu eftir tap á heimavelli
Sunnudagur 31. ágúst 2014 kl. 20:41

Keflvíkingar í fallbaráttu eftir tap á heimavelli

Keflvíkingar töpuðu fyrir Fram 2-4 á heimavelli sínum, þegar liðin áttust við í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Keflvíkingar leiddu verðaskuldað 1-0 í hálfleik eftir að Hörður Sveinsson hafði skorað. Framarar mættu svo dýrvitlausir til leiks í seinni hálfleik og hreinlega pökkuðu Keflvíkinum saman. Þeir skoruðu fjögur mörk áður en Hörður náði að svara fyrir Keflvíkniga og minnka muninn.

Keflvíkingar eru nú þremur stigum frá fallsæti og sitja í níunda sæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir. Næsti leikur Keflvíkinga er gegn Stjörnunni á útivelli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Staðan í deildinni

Fyrra mark Harðar Sveinssonar í leiknum.