Keflvíkingar í efsta sæti yfir jólin
Keflavík tryggði sér efsta sæti Subway-deildar karla í körfuknattleik með tuttugu stiga sigri á ÍR í gær. Sem stendur er Keflavík eitt á toppi deildarinnar en Valur getur jafnað við Keflavík í kvöld þegar Njarðvíkingar halda á Hlíðarenda. Vinni Njarðvík í kvöld verður Keflavík eitt efst yfir jólin.
Grindavík heldur til Hafnarfjarðar og leika gegn Haukum í kvöld og hefst leikurinn klukkan 18:15 en leikur Vals og Njarðvíkur 20:15.
Keflavík - ÍR 108:88
(25:24, 23:20, 26:25, 34:19)
Keflavík: Dominykas Milka 23/6 fráköst, Eric Ayala 22/6 fráköst, Igor Maric 16/7 fráköst, David Okeke 15/9 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 15/4 fráköst, Ólafur Ingi Styrmisson 7/4 fráköst, Valur Orri Valsson 5/6 stoðsendingar, Horður Axel Vilhjalmsson 3/5 stoðsendingar, Jaka Brodnik 2, Grétar Snær Haraldsson 0, Magnús Pétursson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0.