Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar í bikarúrslit
Sunnudagur 1. febrúar 2015 kl. 11:59

Keflvíkingar í bikarúrslit

Suðurnesjaslagur í Höllinni

Keflavíkurkonur eru komnar í bikarúrslit eftir öruggan sigur gegn Snæfell í TM-höllinni, lokatölur 81-64. Keflvíkingar voru frábærir í síðari hálfleik og áttu gestirnir fá svör. Ljóst er að um verður að ræða Suðurnesjaslag í úrslitum, þar sem Grindvíkingar og Njarðvíkingar mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun, mánudaginn 2. febrúar.

Eins og vanalega átti Carmen Tyson-Thomas stórleik hjá Keflavíkinum. Hún skoraði 32 stig og tók 18 fráköst. Ingunn Embla átti einnig fínan leik, en hún skoraði 14 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík-Snæfell 81-64 (16-15, 17-14, 21-15, 27-20)

Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 32/18 fráköst/5 stoðsendingar/8 stolnir/3 varin skot, Ingunn Embla Kristínardóttir 14/4 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 11/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 6, Hallveig Jónsdóttir 5, Marín Laufey Davíðsdóttir 4/4 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4/5 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3, Bryndís Guðmundsdóttir 2/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Elfa Falsdottir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0.