Keflvíkingar í A-deild að ári
2. flokkur Keflavíkurdrengja tryggði sér sigur í B-deild með því að sigra Fjölni, 3-0, í gærkvöldi. Leikurinn var jafn nánast allan tíman þar til að Brynjar Þór Magnússon skoraði gott mark þegar 15-20 mín voru eftir. Við þetta efldust strákarnir og skoraði Brynjar aftur og Gísli Örn Gíslason, sem kom inn á sem varamaður, bætti því þriðja við.
Nú er einn leikur eftir, gegn Selfossi, og er hann á fimmtudag.