Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar í 8-liða úrslit bikarsins
Sunnudagur 7. desember 2014 kl. 15:39

Keflvíkingar í 8-liða úrslit bikarsins

Keflvíkingar eru komnir í 8-liða úrslit bikarkeppni karla í körfubolta, eftir góðan sigur á Þórsurum í gær. Lokatölur 89-78 fyrir heimamenn í Keflavík, sem reyndust sterkari í lokaleikhlutanum. William Graves var heitur hjá heimamönnum, skoraði 34 sitg en fyrrum Þórsarinn Guðmundur Jónsson kom honum næstur með 16 stig.

Keflavík-Þór Þ. 89-78 (21-22, 23-20, 19-21, 26-15)

Keflavík: William Thomas Graves VI 34/6 fráköst, Guðmundur Jónsson 16/6 fráköst, Valur Orri Valsson 15/4 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 8/4 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 7/8 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 6/7 fráköst, Gunnar Einarsson 3, Aron Freyr Eyjólfsson 0, Reggie Dupree 0, Hilmir Gauti Guðjónsson 0, Andrés Kristleifsson 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024