Keflvíkingar höfðu betur í grannaslag
Keflvíkingar unnu granna sína, Grindvíkinga, í Lengjubikarnum á heimavelli sínum í gær. Lokatölur urður 85-75 í nokkuð jöfnum leik. Darrel Lewis skoraði mest fyrir Keflvíkinga eða 22 stig, en Magnús Þór Gunnarsson var með 20 stig.
Hjá Grindvíkingum var Jóhann Árni Ólafsson með 28 stig og Ólafur Ólafsson skoraði 15.
Stigaskor:
Keflavík: Darrel Keith Lewis 22/8 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 20/6 fráköst, Michael Craion 13/13 fráköst/4 varin skot, Valur Orri Valsson 12, Gunnar Ólafsson 9, Guðmundur Jónsson 7, Þröstur Leó Jóhannsson 2.
Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 28/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 15/6 fráköst/7 stolnir, Christopher Stephenson 11/11 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/7 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 4/8 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 3.