Keflvíkingar hlaðnir verðlaunum
Gerðu frábæra ferð til Skotlands
Keflvíkingarnir unnu til 13 gullverðlauna, 12 silfurverðlauna og 8 bronsverðlauna á Scottish Open mótinu í Taekwondo sem fram fór um síðustu helgi.
Adda Paula Ómarsdóttir var þriðja tæknilegasta kona mótsins og Ágúst Kristinn Eðvarðsson annar tæknilegasti karl mótsins samkvæmt dómurum. Þá var Andri Sævar Arnarsson valinn besti bardagamaður mótsins í sínum aldursflokki og Svanur Þór Mikaelsson í sínum aldursflokki.
Keflvíkingar hafa sótt þetta mót síðustu ár með góðum árangri og í ár var engin undantekning.
Einnig var afreksmaðurinn Kristmundur Gíslason að koma úr góðum mótatúr. Hann átti að keppa á Paris Open sem er stigamót inn á Ólympíuleika fyrir þremur vikum, en mótinu var aflýst vegna hryðjuverkaárásanna þar. Næstu helgi þar á eftir keppti hann á -21 Evrópumótinu. Hann stóð sig vel þar og sigraði fyrsta andstæðinginn sinn frá Úkraínu. Næst tapað hann fyrir keppanda frá Slóvakíu með minnsta mun og var hársbreidd frá verðlaunasæti á Evrópumótinu.
Því næst hélt hann til Marokkó þar sem hann keppti á öðru stigamóti, Marokko Open. Kristmundur sigraði fyrstu tvö bardagana sína þar en tapaði svo með litlum mun á móti frönskum keppanda, og endaði í 5 sæti. Einnig keppti Sverrir Örvar Elefsen úr Keflavík á Marokkó Open en datt úr leik í fyrsta bardaga.