Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 10. júlí 2001 kl. 11:02

Keflvíkingar heppnir gegn Fram

Keflvíkingar geta hrósað happi yfir því að náð einu stigi í fjörlegri viðureign sinni við Fram í Símadeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi en leikurinn fór fram í Keflavík og endaði 2:2.Liðin léku svipað að getu í fyrri hálfleik og áttu bæði góð færi. Keflvíkingar nýttu eitt sinna sem kom eftir aukaspyrnu Zorans Ljubicic af vinstri kantinum skammt frá vítateignum. Haukur snerti boltann á leiðinni sem fór í fjærhornið 1:0 fyrir heimamenn. Í síðari hálfleik yfirspiluðu Framarar heimamenn oft á tíðum og voru mjög óheppnir að fara ekki með öll þrjú stigin. Þeir misnotuðu tvær vítaspyrnur og mörg marktækifæri og þrisvar sinnum í leiknum bjargaði tréverkið Keflvíkingum. Framarar skoruðu samt tvö mörk með tíu mínútna milli bili en eftir seinna markið skoraði Guðmundur Steinarsson jöfnunarmark Keflvíkinga úr víti 2:2.
Keflvíkingar léku afleitlega í síðari hálfleik og áhorfendur og leikmenn voru ánægðir með annað stigið úr viðureigninni. Það er ótrúlegt að Fram skuli aðeins vera komið með fjögur stig því liðið lék mjög vel og var eins og fyrr segir hreint ótrúlega óheppið. Ef liðið leikur meira svona hlýtur það að fá fleiri stig en hingað til.
Vörn Keflvíkur var sein og eins og gatasigti, sérstaklega í síðari hálfleik og miðjan var slök að undanskildum Hjálmari Jónssyni sem átti þátt í flestum marktækifærum heimamanna í fyrri hálfleik. Hvað eftir annað myndaðist hætta hægra megin vallar og var Kristján Jóhannsson oft í vandræðum með fljóta sóknarmenn Fram sem og félagar hans Gestur Gylfason og Gunnar Oddsson. Það er ljóst að þetta þarf að laga sem og að hressa upp á miðjuleikinn gegn sterku liði Grindavíkur næsta mánudag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024