Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar heillum horfnir í Garðabæ
Mánudagur 24. mars 2014 kl. 21:07

Keflvíkingar heillum horfnir í Garðabæ

Stjörnumenn með 2-0 forystu

Keflvíkingar máttu sætta sig við tap gegn Stjörnunni þegar liðin mættust öðru sinni í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Stjörnumenn leiða nú 2-0 í einvíginu eftir nokkuð öruggan sigur í Garðabæ í kvöld þar sem lokatölur voru 98-89.

Leikurinn var jafn í fyrsta leikhluta en svo hrukku Stjörnumenn í gang og náðu góðu forskoti áður en gengið var til búningsklefa í hálfleik. 46-32 staðan og stemningin Stjörnumegin. Keflvíkingar náðu varla að jafna sig eftir þetta þrátt fyrir baráttu og er staðan ansi erfið þar sem liðið þarf núna að vinna þrjá leiki í röð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík: Darrel Keith Lewis 30/7 fráköst, Valur Orri Valsson 19, Michael Craion 18/13 fráköst, Guðmundur Jónsson 8, Magnús Þór Gunnarsson 7, Arnar Freyr Jónsson 7/7 stoðsendingar, Aron Freyr Kristjánsson 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Gunnar Ólafsson 0/5 stoðsendingar, Birkir Örn Skúlason 0, Andri Daníelsson 0.

Stjarnan: Justin Shouse 28/10 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 22/7 fráköst, Jón Sverrisson 14/7 fráköst, Matthew James Hairston 11/12 fráköst, Dagur Kár Jónsson 10, Sæmundur Valdimarsson 5, Fannar Freyr Helgason 4, Sigurður Dagur Sturluson 3, Daði Lár Jónsson 1, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0.