Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar hefja titilvörnina
Laugardagur 15. mars 2014 kl. 09:00

Keflvíkingar hefja titilvörnina

Úrslitakeppnin í körfubolta hefst í dag

Í kvennakörfuboltanum eru Keflvíkingar einu fulltrúar Suðurnesja í úrslitakeppninni í ár. Úrslitakeppnin hefst í dag, laugardaginn 15. mars en Keflvíkingar leika þá gegn bikarmeisturum Hauka á útivelli í fyrsta leik klukkan 16:00.

Liðin hafa mæst fjórum sinnum í deildinni í vetur og hafa Haukar unnið þrisvar. Haukar slógu einnig Keflvíkinga út úr bikarkeppninni í ár. Erfitt gæti reynst fyrir Keflvíkinga að hemja Lele Hardy besta leikmann deildarinnar og Haukana en leikir liðanna hafa verið nokkuð spennandi í vetur. Keflvíkingar hafa titil að verja og munu væntanlega sýna allar sínar bestu hliðar þegar úrslitakeppnin skellur á.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikir liðanna:
Leikur 1: Laugardagurinn 15. mars kl.16:00 - Schenkerhöllin
Leikur 2: Mánudagurinn 17. mars kl.19:15 - TM höllin
Leikur 3: Miðvikudagurinn 19. mars kl.19:15 - Schenkerhöllin
Leikur 4: Laugardagurinn 22. mars kl.16:15 - TM höllin ef þarf
Leikur 5: Þriðjudagurinn 25. mars kl.19:15 - Schenkerhöllin ef þarf


Ef undanúrslitin klárast í fjórum leikjum er fyrsti leikdagur úrslitanna Miðvikudaginn 26. mars
Ef undanúrslitin klárast í fimm leikjum er fyrsti leikdagur úrslitanna Laugardaginn 29. mars