Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar hafa tapað fjórum leikjum í röð
Mánudagur 29. ágúst 2011 kl. 20:49

Keflvíkingar hafa tapað fjórum leikjum í röð



Keflvíkingar eru komnir ansi nálægt botni Pepsi-deildarinnar eftir 2-1 tap á heimavelli sínum gegn ferskum Fylkismönnum. Leikurinn var fjórði tapleikur Keflvíkinga í röð og ljóst að liðið er að sigla í gegnum öldudal um þessar mundir og liðið lék líklega sinn versta leik í sumar gegn Fylki.

Albert Brynjar Ingason kom Fylkismönnum yfir eftir rúmlega 20 mínútna leik með skalla eftir hornspyrnu en Fylkismenn höfðu ógnað marki Keflavíkur skömmu áður en Ómar Jóhannsson markvörður Keflvíkinga varði vel.

Fylkismenn virkuðu frískari á upphafsmínútunum en þegar 10 mínútur voru til hálfleiks fengu Keflvíkingar vítaspyrnu sem Guðmundur Steinarsson setti örugglega í stöngina og inn, óverjandi. Það var svo hálfgert áfall fyrir Keflvíkinga þegar vítaspyrna var dæmd á hinum endanum eftir að Hilmar Geir Eiðsson hafði gerst brotlegur. Dómurinn virkaði þó við fyrstu sýn frekar harður. Ingimundur Níels Óskarsson lskoraði úr spyrnunni en Ómar í markinu var með fingurgómana á boltanum.

Í síðari hálfleik reyndu Keflvíkingar hvað þeir gátu að jafna en erfitt reyndist að brjóta niður Fylkismenn sem voru þéttir fyrir og börðust vel. Gestirnir voru svo hættulegir þegar þeir sóttu hratt á varnarmenn Keflvíkinga sem áttu í mesta basli með hraða leikmenn Fylkis. Ómar Jóhannsson var bestur Keflvíkinga í dag og bjargaði sínum mönnum nokkrum sinnum á glæsilegan hátt.

Keflvíkingar eru eins og áður segir komir óþægilega nálægt fallbaráttunni og ljóst að eitthvað verður að breytast ef ekki á illa að fara.

Staðan í deildinni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
























VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson