Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Mánudagur 15. mars 2004 kl. 18:18

Keflvíkingar hafa lagt inn kæru vegna David Sanders

Forráðamenn Íslandsmeistaraliðs Keflavíkur í körfuknattleik karla lögðu inn kæru í dag vegna atviks sem átti sér stað í leik liðsins gegn Tindastól s.l. laugardag. Á myndbandi sem Keflvíkingar hafa lagt inn til skoðunar hjá aganefnd KKÍ telja þeir að David Sanders leikmaður Tindastóls hafi slegið Sverri Þór Sverrisson leikmann Keflavíkur, en dómarar leiksins sáu ekki atvikið. Keflvíkingar telja að Sanders hafi slegið vísvitandi í höfuð Sverris og í reglugerðum KKÍ er leyfilegt að leggja inn myndbandsupptökur með kærum af þessu tagi.
Aganefnd KKÍ fékk málið til meðferðar í dag en mun ekki kveða upp úrskurð sinn fyrr en á morgun, þriðjudag. Keflavík og Tindastóll eigast við í oddaleik í áttaliða úrslitum Íslandsmótsins í Keflavík annað kvöld og mun Sanders leika með Tindastól í þeim leik. Verði úrskurður aganefndar með þeim hætti að Sanders fari í leikbann tekur leikbannið ekki gildi fyrr en á hádegi á miðvikudag, að því er fram kemur á mbl.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024