Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflvíkingar hafa boðið Grindvíkingum æfingaaðstöðu fyrir yngri flokka
Íþróttahúsið við Sunnubraut.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 11. nóvember 2023 kl. 15:14

Keflvíkingar hafa boðið Grindvíkingum æfingaaðstöðu fyrir yngri flokka

Erlendir leikmenn Grindavíkur á hótel í Reykjanesbæ

Stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur sendi frá sér tilkynningu þar sem þeir segjast hafa komið erlendum leikmönnum sínum fyrir á hóteli í Reykjanesbæ meðan óvissuástandi ríkir. Þá hefur Keflavík boðið þeim að nota aðstöðu sína undir æfingar yngri flokka og Breiðablik boðið meistaraflokkum að æfa í sínu húsi.

Hér má sjá færslu stjórnar körfuknattleiksdeilar Grindavíkur sem fór í loftið á Facebook fyrir skömmu:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Á meðan óvissustigið er í gangi þá verðum við að bíða og sjá hvað verður.
Við höfum komið okkar erlendu leikmönnum à hótel í Keflavík og erum í sambandi við kkí
Keflvíkingar hafa boðið iðkendum okkar að nýta þeirra húsnæði undir æfingar yngri flokka og Breiðablik boðið okkur sitt hús fyrir mfl
Kv Stjórnin“