Keflvíkingar grilla það sem eftir lifir sumars
Nú verður grillað fyrir heimaleiki Keflvíkinga í Pepsi-deildinni það sem eftir er sumars. Boðið verður upp á hamborgara og Coke á 1000 kr. í félagsheimilinu við Sunnubraut. Nú þarf enginn að elda heima, bara mæta á leik og skella í sig grilluðum borgara. Stuðningsmenn eru hvattir til þess að mæta og spjalla saman fyrir leik og styðja um leið knattspyrnuna í Keflavík.