Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar geta tryggt sér sæti í úrslitum í kvöld
Þriðjudagur 29. mars 2005 kl. 16:21

Keflvíkingar geta tryggt sér sæti í úrslitum í kvöld

Keflvíkingar geta tryggt sig í úrslit við Snæfell með sigri í kvöld í Seljaskóla. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og eru fríar sætaferðir í boði Sparisjóðsins frá íþróttahúsi Keflavíkur við Sunnubraut klukkan 18:00. ÍR-ingar hafa ákveðið að banna trommur og önnur hávaðasöm tæki í Seljaskóla og verða því stuðingsmenn Keflvíkinga að nota hendur, fætur og raddbönd í meira mæli en oft áður til styðja liðið til sigurs í kvöld, en gera má ráð fyrir hörku stemmingu og góðri mætingu.

 

VF-Mynd/Bjarni - Úr öðrum leik liðanna í Seljaskóla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024