Keflvíkingar geta tryggt sér sæti í undanúrslitum í kvöld
Úrslitakeppnin í körfubolta heldur áfram í kvöld þar sem Keflvíkingar mæta liði ÍR í Seljaskóla í karlaboltanum og Njarðvíkurstúlkur fá Hamar í heimsókn í Ljónagrifjuna. Báðir leikir hefjast kl. 19:15.
Njarðvík – Hamar (0-1)
Njarðvíkurstúlkur eru 1-0 undir í einvíginu eftir tap á útivelli á laugardaginn. Það er því mikilvægt að þær landi sigrí í kvöld en þrjá sigra þarf í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna til að komast í úrslitaeinvígið. Liðið hefur verið á góðri siglingu í síðustu leikjum þrátt fyrir tap í síðasta leik.
ÍR – Keflavík (0-1)
Keflvíkingar fara í Seljaskóla í kvöld og leiða þeir einvígið 1-0 eftir góðan sigur á föstudaginn þar sem þeir unnu með 28 stigum. Þeir geta því tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í kvöld þar sem aðeins þarf tvo leiki til að komast áfram. „Við þurfum að bæta varnarleikinn okkar ef við ætlum okkur áfram,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson eftir leik liðanna á föstudaginn.
VF-Mynd/siggijóns - Magnús Þór Gunnarsson sagði varnarleikinn þurfa að vera mun betri ef þeir ætluðu sér sigri í þessari rimmu liðanna.