Keflvíkingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld
Keflavíkurstúlkur geta tryggt sér Íslandsmeistartitilinn í körfuknattleik í þriðja sinn í röð með sigri á heimavelli í kvöld gegn Grindvíkingum. Nú er að duga eða drepast fyrir Grindavíkurstúlkur sem eru 2-0 undir í einvíginu og því nauðsynlegt fyrir þær að sigra í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í íþróttahúsinu við Sunnubraut og má búast við hörku leik, þar sem síðasti leikur liðanna fór í framlengingu.