Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar geta náð tveggja stiga forskoti á Njarðvíkinga í kvöld
Miðvikudagur 7. desember 2011 kl. 11:56

Keflvíkingar geta náð tveggja stiga forskoti á Njarðvíkinga í kvöld

Í kvöld geta Keflavíkurstúlkur endurheimt toppsæti Iceland Express-deildar kvenna en þessa stundina deila þær sætinu með grönnum sínum frá Njarðvík. Þær fá Hauka í heimsókn í Toyota-höllina klukkan 19:15 í kvöld og geta með sigri náð tveggja stiga forskoti í deildinni.

Keflvíkingar fengu háðulega útreið í síðustu umferð þegar þær töpuðu með 40 stiga mun gegn Njarðvíkingum. Haukar töpuðu sömuleiðis sínum leik og því verða það tvö særð lið sem munu berjast í kvöld

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024