Keflvíkingar gerðu út um drauma ÍBV
Í dag mættu Keflvíkingar ÍBV í lokaumferð Pepsi deildar karla og urðu lokatölur 4-1 fyrir þeim bláu. Með sigri hefðu ÍBV geta tryggt sér íslandsmeistaratitilinn en þeir áttu einfaldlega ekki roð í Keflvíkingana sem fóru á kostum í leiknum.
Það var ljóst að mikil spenna var í liði ÍBV enda mikið í húfi fyrir þá. Það sást vel á leik þeirra og voru Keflvíkingar með yfirhöndina meirihluta leiksins. Fyrsta markið kom á 23. mínútu, það skoraði Hörður Sveinsson eftir glæsilega sendingu frá Alan sutej af vinstri kantinum. Heimamenn komnir í 1-0 og því ljóst að ÍBV þurftu að skora tvö mörk til að eiga möguleika á titlinum.
Á 74. mínútu skoraði Arnór Ingvi Traustason vægast sagt stórglæsilegt mark langt fyrir utan teig og Albert í marki ÍBV átti ekki möguleika í boltann. Þetta var fyrsta mark þessa 17 ára Keflvíkings fyrir meistaraflokk liðsins. Tveim mínútum síðar svaraði ÍBV fyrir sig með marki frá Denis Sytnik og staðan því orðin 2-1. Gestirnir hresstust töluvert við þetta mark en sóknirnar þeirra voru óvandaðar og runnu fljótlega útí sandinn. Á loka mínútunum tóku Keflvíkingar sig til og kláruðu íslandsmótið með stæl með tveimur mörkum. Það fyrra skoraði Magnús S. Þorsteinsson á 88. mínútu og það síðara Bojan Stefán Ljubicic. Lokatölur því 4-1 fyrir Keflavík.
Keflavík endaði þar af leiðandi í 6. sæti deildarinnar með 30 stig.
Hér má sjá lokastöðuna í deildinni:
VF-myndir / Sölvi Logason
Arnór skorar mark sitt í leiknum í dag:
.
.
Fleiri myndir í myndasafni Víkurfrétta.