Keflvíkingar gátu loks spilað í Domino's-deild karla
Þór Akureyri - Keflavík 74:94 (22:26, 15:16, 21:34, 16:18)
Karlalið Keflvíkinga lék fyrsta leik sinn í Domino's-deild karla í kvöld þegar liðið spilaði gegn Þór á Akureyri. Þessi leikur átti upphaflega að fara fram 1. október en var frestað þar sem hluti Keflavíkurliðsins var í sóttkví.
Keflavík átti ekki í vandræðum með Þórsara og skoraði betur í öllum leikhlutum, þegar upp var staðið sigraði Keflavík með tuttugu stigum, 74:94.
Dominykas Milka gerði 28 stig fyrir Keflavík og tók sextán fráköst í leiknum. Deane Williams var í stuði og gerði 23 stig og auk þess að hirða fjórtán fráköst átti Deane fimm stoðsendingar og varði þrjú skot. Calvin Burkes Jr. setti niður tuttugu stig, tók sjö fráköst og átti tíu stoðsendingar.
Keflavík: Dominykas Milka 28/16 fráköst, Deane Williams 23/14 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Calvin Burks Jr. 20/7 fráköst/10 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 8/7 fráköst/5 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 6/4 fráköst/6 stoðsendingar, Ágúst Orrason 5, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Almar Stefán Guðbrandsson 2, Reggie Dupree 0, Arnór Sveinsson 0, Davíð Alexander H. Magnússon 0.
Í aðsendri leikskýrslu frá Körfuknattleikssambandi Íslands kemur einnig fram að einn áhorfandi var á leiknum.