Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar fóru stigalausir frá Kópavogi
Mánudagur 27. júní 2011 kl. 21:22

Keflvíkingar fóru stigalausir frá Kópavogi

Á Kópavogsvelli voru Keflvíkingar komnir í heimsókn í Pepsi-deild karla í kvöld og léku gegn núverandi Íslandsmeisturum Breiðabliks. Leikar fóru þannig að þessu sinni að Blikar höfðu 2-1 sigur eftir að Keflvíkingar höfðu náð forystu snemma leiks.

Hilmar Geir Eiðsson skoraði eftir 20 mínútur fyrir Keflavík en Breiðablik hafði þá talist líklegra til að setja mark. Stuttu eftir mark Hilmars sauð upp úr á vellinum eftir tæklingu frá Guðjóni Árna Antoníussyni og þjálfarar liðanna skiptust á vel völdum orðum. Áður en fyrri hálfleikur var úti höfðu Blikar jafnað og þar var að verki markahæsti maður Pepsi-deildarinnar Kristinn Steindórsson.

Síðari hálfleikur einkenndist svo af baráttu og ekki mikið um fallega knattspyrnu að því er fréttir af vellinum herma. Kristinn Steindórsson var aftur að verki á 73. mínútu og tryggði Blikum sigurinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024