Keflvíkingar fóru létt með Skallagrím
Hið öfluga og unga lið Keflavíkur sýndi styrk sinn með því að sigra Skallagrím örugglega á heimavelli sínum í Domino's deild kvenna í körfubolta. Lokatölur 72:51 þar sem gestirnir frá Borgarnesi náðu tíu stiga forskoti eftir fyrsta leikhluta. Eftir það tóku Keflvíkingar öll völd og fengu aðeins á sig 12 stig í næstu tveimur leikhlutum og juku forskotið enn frekar undir það síðasta.
Með sigrinum sitja Keflvíkingar nú í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Snæfell en liðin eiga eftir að mætast einu sinni fyrir úrslitakeppni.
Keflavík-Skallagrímur 72-51 (13-23, 14-9, 16-3, 29-16)
Keflavík: Ariana Moorer 21/11 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 10/5 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 8, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7/5 fráköst, Erna Hákonardóttir 6, Kamilla Sól Viktorsdóttir 6, Thelma Dís Ágústsdóttir 5/8 fráköst/6 stoðsendingar, Þóranna Kika Hodge-Carr 4, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Elsa Albertsdóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 0/12 fráköst/3 varin skot, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0.